Um Domino's


Fyrsta verslun Domino’s Pizza á Íslandi var opnuð þann 16. ágúst 1993 að Grensásvegi 11 í Reykjavík. Reksturinn hefur gengið mjög vel frá þeim degi og fyrirtækið hefur vaxið ört síðan þá. Í dag rekur Domino’s Pizza 22 verslanir hér á landi. tólf þeirra eru í Reykjavík, ein í Garðabæ, Mosfellsbæ og tvær í Kópavogi og Hafnarfirði. Auk þess er einn staður á Akureyri, Akranesi, Selfoss og í Keflavík.

Auk þessara 22 verslana rekur Domino's hráefnavinnslu, birgðastöð fyrir verslanir fyrirtækisins og þjónustuver, þar sem tekið er við pöntunum viðskiptavina í gegnum síma. Hráefnavinnslan, þjónustuverið og skrifstofa fyrirtækisins eru til húsa að Lóuhólum 2-6 í Reykjavík.

Domino’s Pizza á Íslandi hefur að markmiði að vera leiðandi fyrirtæki á skyndibitamarkaðnum. Helstu markmið okkar eru ímynd, þjónusta og gæði sem stuðla að því að viðskiptavinir okkar séu ánægðir.

Mikil áhersla er lögð á að vinna alltaf með fyrsta flokks hráefni og hágæða vöru. Stöðugleiki er mikilvægur í því tilliti og getur viðskiptavinurinn ætlast til þess að fá sömu eða svipuð gæði á vörunni þó hún sé keypt á ólíkum tímum og í mismunandi verslunum fyrirtækisins.

Starfsmanna stefna


Það ræður úrslitum fyrir alla starfsemi fyrirtækisins að hafa ánægt, duglegt og vel þjálfað starfsfólk. Forsvarsmenn fyrirtækisins leggja mikla áherslu á að huga að starfsmannastefnu fyrirtækisins og leggja því áherslu á aðlaðandi starfsumhverfi og að skapa starfsmönnum aðstöðu til að eflast og þroskast í starfi. Starfsmannastefnan byggist á þremur þáttum sem eru hverjum manni mikilvægir og stuðla að auknum þroska og uppbyggingu einstaklingsins.