Þjónusta

Þjónusta Domino's Pizza

Domino's hefur ávallt lagt áherslu á einföldun ferla og hágæðaþjónustu með stöðugri þróun vandaðra stafrænna lausna. Yfir 90%  viðskiptavina Domino‘s kjósa að nýta sér þær lausnir þegar kemur að því að panta sér pizzur.

Með breyttri hegðun neytenda höfum við aðlagað þjónustuframboðið okkar, með það að markmiði, að mæta þörfum viðskiptavina og til að stuðla að samkeppnishæfum verðum. Ýmis tilboð eru því aðeins í boði ef pantað er á dominos.is eða með Domino‘s appinu, svo sem Þriðjudagstilboð, Megavika og Netdagatilboð.

Þjónustuverið okkar er opið fyrir símapantanir frá kl 10 til 21 alla daga vikunnar.

Sérþjónusta fyrir eldriborgara

Þeim viðskiptavinum, svo sem eldriborgurum, sem ekki hafa tök á að nýta sér stafrænar lausnir er boðið að hafa samband í síma 482-2345, þar sem þjónustufulltrúar aðstoða við pöntun.  Með þessu móti viljum við tryggja jafnan aðgang fyrir þá sem ekki geta nýtt sér stafrænar lausnir, þó svo að hefðbundnar pantanir fari í gegnum vef og app.

Einnig bendum við á netspjallið okkar á dominos.is þar sem hægt er óska eftir upplýsingum, leggja inn kvörtun eða óska eftir símtali.