COVID-19 Prevention

Dear customers.

Við erum stolt af því að hafa skapað okkur sess inni á heimilum þjóðarinnar í gegnum árin og við viljum að þið getið alltaf treyst á okkur. Þessa dagana snýr traust viðskiptavina gagnvart matvælafyrirtækjum og veitingastöðum skiljanlega að hreinlætis- og matvælaöryggismálum en þar stöndum við á góðum grunni. Við leggjum okkur fram um að standa undir þessu trausti og vegna núverandi ástands sjáum við tilefni til að láta ykkur vita af þeim skrefum sem við höfum tekið til þess að gæta sérstaklega að þessum þáttum.

Ég fullvissa ykkur um að öryggi viðskiptavina okkar og starfsmanna er alltaf í forgangi hjá okkur. Domino’s fer alltaf eftir ströngum reglum varðandi hreinlæti og matvælaöryggi en síðastliðnar vikur höfum við sett fullan þunga í þessi mál og hert reglurnar enn frekar. Við erum með matvælafræðing í fullu starfi sem hefur sett saman nákvæmar viðbragðsáætlanir og ítarlegar leiðbeiningar í samræmi við ráðleggingar landlæknis sem hafa verið vel kynntar fyrir okkar starfsfólki. Þar er megináhersla lögð á handþvott og handsprittun, tíða sótthreinsun snertiflata og að fylgst sé náið með heilsu starfsfólks. Ef minnsti grunur um veikindi vaknar þá eru skýrar reglur um að starfsmaður skuli halda sig heima og þar er ekkert grátt svæði. Starfsfólk okkar vinnur alla daga eftir ströngum ferlum þegar kemur að hreinlæti og matvælaöryggi og er því vel undirbúið að takast á við þá stöðu sem nú er komin upp. Þess má einnig geta að ofnarnir okkar eru 260 gráðu heitir og höfum við fengið það staðfest að bakteríur og veirur (þar á meðal COVID-19) lifa ekki í slíkum hita. Eftir að pizzurnar okkar og aðrar vörur koma út úr ofninum eru þær aldrei snertar með höndum og þannig hefur það alltaf verið til þess að gæta að hreinlæti og öryggi viðskiptavina.

Við hvetjum ykkur eindregið til að nýta ykkur þann kost að fyrirframgreiða á vefnum eða appinu og forðast þannig snertingar við posa eða peninga. Að auki verða héðan í frá allar heimsendingar að vera greiddar fyrirfram á vef eða appi og þannig drögum við úr snertingu á milli bílstjóra og viðskiptavina. Til þess að tryggja öryggi enn frekar í heimsendingum höfum við boðið upp á snertilausar sendingar fyrir viðskiptavini okkar í sóttkví og aðra sem slíkt kjósa. Þá pantar viðskiptavinur í gegnum vef eða app, greiðir pöntun fyrirfram og skrifar ,,snertilaus sending” sem athugasemd við heimilisfang. Til þess að gæta sérstaklega að hreinlæti og matvælaöryggi koma bílstjórar okkar með tóman pizzukassa sem settur er undir vörur í þessum pöntunum, við dyr viðskiptavina.

Allt okkar starfsfólk vinnur nú linnulaust að því að veita ykkur þá allra bestu þjónustu sem völ er á undir þessum fordæmalausu kringumstæðum. Við vonumst til að geta létt undir með ykkur á matartímum nú sem áður fyrr.

Kærar kveðjur,
Birgir Örn Birgisson
Forstjóri Domino's á Íslandi